Samkomulagi náð í Súdan

Almenningur í Súdan fagnar samkomulagi um skiptingu valdsins.
Almenningur í Súdan fagnar samkomulagi um skiptingu valdsins. AFP

Leiðtogar súdanska hersins hafa komist að samkomulagi við mótmælendur um breytta stjórnarhætti í landinu. Óstjórn hefur ríkt í Súdan síðan Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl og herinn tók við völdum við litla ánægju almennings.

Samninganefndir komust að samkomulagi í gærkvöldi og segir Mohamed El Hacen Lebatt, samningamaður Afríkusambandsins, að fylkingarnar hafi náð sátt um að skiptast á völdum næstu þrjú árin.

Þá hafa fylkingarnar heitið stofnun tækniveldisstjórnar (e. technocratic government) og rannsókn á því ofbeldi sem hefur viðgengist í Súdan undanfarnar vikur.

mbl.is