Hæstiréttur staðfestir stefnu Trumps

AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest boðaða stefnu ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að takmarka heimild hælisleitenda til að sækja um vernd í Bandaríkjunum. Samkvæmt stefnu stjórnvalda þarf fólk að sækja um hæli í því landi sem það kemur fyrst til.

Mjög hefur verið tekist á um þetta og eru nokkur dómsmál í gangi en með staðfestingu hæstaréttar er hægt að framfylgja stefnunni við landamæri Bandaríkjanna. Þetta mun hafa áhrif á tugþúsundir hælisleitenda frá Mið-Ameríku sem koma að landamærum Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó.

mbl.is