Filippus kom ekki í jólamessuna

Elísabet drottning í jólaskapi.
Elísabet drottning í jólaskapi. AFP

Elísa­bet Breta­drottn­ing mætti án eiginmanns síns, Filippusar drottningarmanns, til jólaguðsþjón­ustu kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar í morg­un. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í London skömmu fyrir jól eft­ir að hafa dvalið þar í fjór­ar næt­ur og verið und­ir eft­ir­liti lækna.

Konungsfjölskyldan kom að venju í guðþjónustu í kirkju heil­agr­ar Maríu Magda­lenu í Sandring­ham.

Talsmaður bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar sagði að Filippus hefði verið fluttur á sjúkrahús í varúðarskyni en hann er 98 ára gamall. 

Í frétt AFP kemur fram að Andrés prins hafi sést á gangi við kirkjuna ásamt Karli bróður sínum en látið lítið fyrir sér fara. 

Virg­inia Giuf­fre, banda­rísk kona seg­ir að barn­aníðing­ur­inn Jef­frey Ep­stein hafi gert hana út til Bret­lands árið 2001 þar sem hún var meðal ann­ars þvinguð til kyn­maka með Andrési er hún var 17 ára gömul. Andrés hefur neitað ásökunum hennar.

mbl.is