Mannlausir bæir í kjölfar árása

Á aðfangadag í Idlib.
Á aðfangadag í Idlib. AFP

Yfir 235 þúsund hafa flúið frá Idli-héraði í Sýrlandi undanfarnar tvær vikur að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum. Á sama tíma hafa sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hert árásir á byggð í héraðinu en þar eru stjórnarandstæðingar við völd.

Frá Maaret Al-Numan
Frá Maaret Al-Numan AFP

Í yfirlýsingunni kemur fram að straumurinn frá Idlib hafi verið nánast stöðugur frá 12. til 25. desember á meðan sprengjum rigndi yfir Maaret al-Numan í suðurhluta Idlib. Þar eru nánast engir íbúar eftir.

Í þorpinu Jubass eftir loftárás Rússa í síðustu viku.
Í þorpinu Jubass eftir loftárás Rússa í síðustu viku. AFP

Samið var um vopnahlé á þessum slóðum í ágúst en rússneskar hersveitir hafa gert ítrekaðar árásir á vígamenn í suðurhluta Idlib þrátt fyrir óskir frá Tyrkjum, Frökkum og SÞ að hætta. 

Frá 19. desember hafa þeir náð yfirráðum yfir tuga bæja og þorpa og hafa hundruð látist í átökunum.

Um þrjár milljónir manna eru í Idlib en margir þeirra koma annars staðar að þar sem fólk flúði ofbeldið annars staðar í landinu. 

AFP
AFP
mbl.is