Bandaríkjaher gerir loftárás í Írak

Um sólarhringur er síðan her­for­inginn Qa­sem So­leimani var drep­inn í …
Um sólarhringur er síðan her­for­inginn Qa­sem So­leimani var drep­inn í loft­árás­um Banda­ríkja­manna á Bagdad-flug­velli, en árás­in var fyr­ir­skipuð af Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. Ný loftárás var gerð í kvöld. AFP

Bandaríkjamenn gerðu loftárás á hershöfðingja í hernaðarsamtökunum Hashed al-Shaabi seint í kvöld, eða um klukkan 2 að staðartíma í Írak. Ríkissjónvarp Íraks greinir frá. Hashad al-Shaabi eru vopnaðar sveitir sem njóta stuðnings Írana.

Um sólarhringur er síðan her­for­inginn Qa­sem So­leimani var drep­inn í loft­árás­um Banda­ríkja­manna á Bagdad-flug­velli, en árás­in var fyr­ir­skipuð af Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta. 

Árásin sem átti sér stað rétt í þessu var gerð norður af höfuðborginni Bagdad en ekki liggur fyrir að hverjum árásin beindist. AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að árásin hafi beinst að bílalest hernaðarsamtakanna og að sex manns hafi látið lífið í árásinni. 

Trump sagði í ávarpi í kvöld að hann hafi fyr­ir­skipað að ráðist yrði á So­leimani þar sem hann hefði verið að und­ir­búa „yf­ir­vof­andi og ill­girn­is­leg­ar árás­ir“ á Banda­ríkja­menn. Árásin hefði verið gerð til að stöðva stríð. 

Hér má fylgjast með beinni textalýsingu The Guardian af þróun mála 

mbl.is

Bloggað um fréttina