Bandaríkjamenn fá ekki flugritana

Flugvélin af gerðinni Boeing 737 og hrapaði skömmu eftir flugtak …
Flugvélin af gerðinni Boeing 737 og hrapaði skömmu eftir flugtak frá Tehran, höfuðborg Íran. Hún var á leið til Kænugarðs. AFP

Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að flugritar úr flugvél Ukrainian International Airlines sem hrapaði í Teheran-héraði í nótt, með þeim afleiðingum að allir 176 sem um borð voru létust, verði ekki afhentir Boeing eða Bandaríkjunum yfir höfuð.

Flugvélin af gerðinni Boeing 737 hrapaði skömmu eftir flugtak frá Teheran, höfuðborg Írans. Hún var á leið til Kænugarðs.

Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu var flugvélin síðast yfirfarin 6. janúar, en hún var keypt ný frá framleiðanda árið 2016. 

Flugvélin hrapaði aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Íranar gerðu loftskeytaárásir á tvær herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Ekkert hefur þó komið fram sem sýnir fram á að flugslysið tengist árásunum og hefur forseti Úkraínu varað við vangaveltum og samsæriskenningum þess efnis.

Þó er ljóst að rannsókn flugslyssins getur reynst torveld í ljósi þess að Íran mun ekki afhenda flugrita vélarinnar framleiðandanum Boeing eða Bandaríkjunum. Ekki hefur verið ákveðið hvar flugritarnir verða rannsakaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina