Sammála Trump um aukna þátttöku NATO

Jens Stoltenberg heldur ræðu.
Jens Stoltenberg heldur ræðu. AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ræddi við Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag og var sammála honum um að bandalagið eigi að taka meiri þátt í málefnum Mið-Austurlanda.

„Forsetinn bað framkvæmdastjóra NATO um að taka meiri þátt í málefnum Mið-Austurlanda,“ sagði í yfirlýsingu NATO eftir samtal þeirra.

„Þeir voru sammála um að NATO leggi meira af mörkum til að auka stöðugleika og í baráttunni gegn hryðjuverkum á alþjóðavísu.“

Donald Trump fyrr í dag.
Donald Trump fyrr í dag. AFP

Í ávarpi sínu úr Hvíta húsinu í dag óskaði Trump eftir aukinni þátttöku NATO. Hann sagði jafnframt að banda­ríska þjóðin ætti að vera þakk­lát vegna þess að eng­inn hermaður féll í árás Írana á Al-Asad-her­stöðina í Írak í gær. Fjöldi banda­rískra her­manna er í her­stöðinni en hluti henn­ar er lít­il­lega skemmd­ur eft­ir árás­ina.

mbl.is