Vilja koma í veg fyrir að Trump fari í stríð

Nancy Pelosi og Donald Trump á samsettri mynd.
Nancy Pelosi og Donald Trump á samsettri mynd. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru í meirihluta, ætlar að efna til atkvæðagreiðslu á morgun til að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti fari í stríð við Íran eftir að hann fyrirskipaði dráp á íranska hershöfðingjanum Solemani.

Nancy Pelosi, leiðtogi fulltrúadeildarinnar, greindi frá þessu.

Hún sagði að demókratar hafi áhyggjur af stöðu mála. Atkvæðagreiðslan verði haldin vegna þess að þeir hafi ekki fengið skýr svör á lokuðum fundi í gær með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 

Mike Pompeo.
Mike Pompeo. AFP
mbl.is