Að minnsta kosti 12 látnir

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti tólf drukknuðu þegar bát, hlöðnum flóttafólki, hvolfdi á Jónahafi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá grísku strandgæslunni hvolfdi bátnum skammt frá eyjunni Paxi en fólkið, um fimmtíu manns, ætlaði að freista þess að komast til Ítalíu.

mbl.is