Ríki íslams horfir til Ísraels

Ríki íslams ætlar að beina sjónum sínum að Ísrael.
Ríki íslams ætlar að beina sjónum sínum að Ísrael. AFP

Ríki íslams ætlar að beina sjónum að Ísrael í fyrirhuguðum árásum sínum. Talsmaður samtakanna er sagður greina frá þessu í nýjum skilaboðum.

Abu Hamza al-Quarishi sagði að leiðtogi Ríkis íslams, Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quarishi, hvetti vígamenn sína til að þess að „hefja nýtt skeið“ og heitir hann stórum aðgerðum gegn Ísrael.

mbl.is