Virðist hafa fengið taugaáfall

Rétt­ar­höld­in í New York snú­ast um brot Wein­steins gegn tveim­ur …
Rétt­ar­höld­in í New York snú­ast um brot Wein­steins gegn tveim­ur kon­um, Jessicu Mann og Mimi Haleyi. Eiga brot Wein­steins að hafa átt sér stað árin 2013 og 2006. AFP

Gera þurfti hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein í gær eftir að kona, sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað henni í tvígang, fékk áfall og gat ekki hætt að gráta eftir að lögmaður Weinsteins hafði sótt að henni í fjórar klukkustundir.

Dómari frestaði réttarhöldunum fram á þriðjudag eftir að ljóst var að konan gæti ekki haldið áfram en hún virðist hafa fengið taugaáfall.

Rétt­ar­höld­in í New York snú­ast um brot Wein­steins gegn tveim­ur kon­um, Jessicu Mann og Mimi Haleyi. Eiga brot Wein­steins að hafa átt sér stað árin 2013 og 2006.

Konan fékk áfallið eftir að lögmaður Weinsteins þjarmaði að henni og sakaði hana um lygar. Lögmaðurinn lét líta út fyrir að konan hefði notað Weinstein til að ná frama í kvikmyndaheiminum.

Konan grét þegar lögmaðurinn skipaði henni að lesa langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí 2014, ári eftir að Weinstein á að hafa nauðgað henni á hóteli í New York.

Í póstinum lýsir konan kynferðislegu sambandi við Weinstein og því sem hún kallar „vansköpuð“ kynfæri hans.

„Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár,“ stóð í póstinum.

Konan lýsti því einnig að hún hefði verið beitt kynferðislegu ofbeldi fyrr á lífsleiðinni. Þegar lögmaðurinn spurði hana út í það gat konan ekki haldið áfram og hlé var gert á réttarhöldunum. Þegar ljóst var að konan gat ekki haldið áfram var réttarhöldunum frestað til dagsins í dag.

Rúm­lega 80 kon­ur hafa sakað Wein­stein um kyn­ferðis­brot. Bú­ist er við að rétt­ar­höld­um yfir hon­um ljúki í mars en verði hann fund­inn sek­ur um gróf­ustu ákæru­liðina á hann lífstíðarfang­elsi yfir höfði sér.

Umfjöllun Guardian.

mbl.is