Bernie Sanders lýstur sigurvegari

Bernie Sanders sést hér í New Hamshire í gærkvöldi ásamt …
Bernie Sanders sést hér í New Hamshire í gærkvöldi ásamt eiginkonu sinni, Jane O'Meara Sanders. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur verið lýstur sigurvegari í forvali demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar. Næstur honum er Pete Buttigieg og Amy Klobuchar er í þriðja sæti.

Þau þrjú eru langt fyrir ofan þau Elizabeth Warren og Joseph R. Biden Jr. en þegar rúmlega 80% atkvæða hafa verið talin er Sanders með 25,8%, Buttigieg er með 24,4% og Klobuchar er með 19,8%. Warren er í fjórða sæti með 9,3% og Biden er í því fimmta með 8,4%, samkvæmt New York Times.

Þar kemur fram að niðurstaðan veki strax spurningar um hversu lengi Biden og Warren muni halda út fjárhagslega en bæði hafa dregið mjög úr auglýsingum vegna fjárhagsstöðu herferða sinna. 

mbl.is