Myndskeið sem sýnir ástandið á Kanaríeyjum

Bílar aka um í sandstormi á þjóðveginum TF-1 í Santa …
Bílar aka um í sandstormi á þjóðveginum TF-1 í Santa Cruz de Tenerife á Kanaríeyjum. AFP

Myndskeið sem sýnir stöðuna sem er uppi á Kanaríeyjum hefur verið birt á vef BBC.

Sterkir vindar hafa blásið á Kanaríeyjum með sand frá Sahara-eyðimörkinni meðferðis, sem hefur orðið til þess að flugferðum hefur verið aflýst vegna slæms skyggnis, þar á meðal hingað til lands.

Veðurstofa Kanaríeyja hefur varað við vindhviðum, sem gætu náð allt að 120 km hraða á klukkustund.

Veðrið hefur einnig haft áhrif á ferðalög með ferjum og hamlað björgunaraðgerðum vegna skógarelda í Tasarte á Kanaríeyjum.

Í myndskeiðinu er einnig rætt við strandaglópa á flugvelli í landinu.

Ferðamenn fyrir utan Tenerife South-flugvöllinn.
Ferðamenn fyrir utan Tenerife South-flugvöllinn. AFP
mbl.is