Hosni Mubarak er látinn

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands.
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands. AFP

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn, 91 árs að aldri. Mubarak var við völd í þrjá áratugi þar til honum var steypt af stóli af her landsins árið 2011.

Frétt BBC. 

Mubarak var haldi á hersjúkrahúsi meira og minna í sex ár eftir að honum var steypt af stóli. Hann varð for­seti Egypta­lands 1981 þegar þáver­andi for­seti Anw­ar Sa­dat var myrt­ur. 

Mubarak í réttarsal árið 2018.
Mubarak í réttarsal árið 2018. AFP

Mubarak var dæmd­ur í lífstíðarfang­elsi árið 2012 og sagður bera ábyrgð á dauða mót­mæl­enda af hendi liðsmanna ör­ygg­is­sveita hans. Mál hans var síðan tekið upp á ný og úr­sk­urðaði dóm­ari í maí 2015 að hann skyldi leystur úr haldi. 

Hosni Mubarak árið 2010.
Hosni Mubarak árið 2010. AFP
mbl.is