Þremur flugskeytum skotið frá N-Kóreu

Allar tilraunir með flugskeyti ganga gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Allar tilraunir með flugskeyti ganga gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AFP

Þremur óþekkt­um flug­skeyt­um var skotið á loft frá Norður-Kór­eu og út á Jap­ans­haf í morg­un. Her­for­ingj­aráð Suður-Kór­eu greindi frá og fjöl­miðlar í Suður-Kór­eu greina frá því að eld­flaug­arn­ar hafi flogið um 200 kíló­metra og náð um 50 kíló­metra hæð.

Stjórnmálaskýrendur segja yfirvöld í Norður-Kóreu halda kjarnorkuvopnaþróun sinni áfram á meðan hvorki gengur né rekur í viðræðum þeirra við Bandaríkin um kjarn­orku­af­vopn­un Kór­eu­skag­ans. Síðasta fundi Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fram fór í Hanoi í Víetnam fyrir rúmu ári, lauk án nokkurrar niðurstöðu. 

Vika er síðan stjórnvöld í Norður-Kóreu gerðu sínar fyrstu tilraunir með langdræg vopn á þessu ári. Allar tilraunir með flugskeyti ganga gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 

Kim lýsti því yfir á ný­árs­dag að stjórn­völd í Pyongyang muni hætta að standa við orð sín um að stöðva próf­un kjarna­vopna og lang­drægra flug­skeyta.

mbl.is