Þingmenn hafi selt hlutabréf áður en markaðir hrundu

Richard Burr er sakaður um að hafa selt hlutabréf fyrir …
Richard Burr er sakaður um að hafa selt hlutabréf fyrir 1,7 milljónir dala áður en markaðir tóku dýfu. AFP

Almenningur í Bandaríkjunum kalla nú eftir afsögn tveggja öldungadeildarþingmanna sem sakaðir eru um að hafa notað vitneskju sem þeir höfðu starfs síns vegna til þess að selja hlutabréf sín áður en verð tók að lækka vegna kórónuveirufaraldursins.

Öldungadeildarþingmennirnir eru þau Richard Burr, sem sagður er hafa selt hlutabréf fyrir 1,7 milljónir bandaríkjadala í síðasta mánuði, og Kelly Loeffler, sem mun hafa gert slíkt hið sama fyrir þrjár milljónir dala, að því er segir í frétt BBC af málinu.

Þingmennirnir hafa báðir neitað því að hafa gert nokkuð rangt, en samkvæmt bandarískum lögum er þingmönnum óheimilt að stunda viðskipti á grundvelli upplýsinga, sem ekki hafa verið gerðar opinberar almenningi.

Kelly Loeffler.
Kelly Loeffler. AFP
mbl.is

Kórónuveiran

29. mars 2020 kl. 13:53
1020
hafa
smitast
135
hafa
náð sér
25
liggja á
spítala
2
eru
látnir