Dauðsföllum fækkar á Ítalíu

Fámenn jarðarför eins þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar …
Fámenn jarðarför eins þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu. AFP

Stjórn­völd á Ítal­íu hafa til­kynnt 602 ný dauðsföll af völd­um kór­ónu­veirunn­ar á ein­um sól­ar­hring þar í landi. Er þetta annar dagurinn í röð þar sem dauðsföllum vegna veirunnar fækkar á Ítalíu.

Alls hafa 6.078 látist af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu.

793 létust fyrir tveimur sólarhringum og 651 í gær.

 

mbl.is

Kórónuveiran

28. mars 2020 kl. 15:19
963
hafa
smitast
97
hafa
náð sér
19
liggja á
spítala
2
eru
látnir