Gefur ráð við kvíða vegna kórónuveiru

Breski leikarinn Stephen Fry.
Breski leikarinn Stephen Fry. AFP

Leikarinn Stephen Fry hefur að undanförnu verið að gefa ráð til að takast á við kvíðann og streituna sem getur skapast þegar fólk þarf að vera heima hjá sér vegna kórónuveirunnar.

Í samtali við Andrew Marr hjá BBC sagði hann að „kvíði og streita eru næstum eins skaðleg og þessi kórónuveira“.

Nefndi hann meðal annars að tímaskyn fólks getur breyst við þessar aðstæður og því væri hægt að búa til eigin tímaáætlun. Einnig getur verið gott að taka sér hvíld frá „fyrirsagnaflóðinu“ í tengslum við veiruna.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir