Gerðu uppreisn í fangelsi og létust

Fangar mótmæla harðlega aðbúnaði sínum í fangelsinu.
Fangar mótmæla harðlega aðbúnaði sínum í fangelsinu. AFP

Að minnsta kosti 23 létust í einu stærsta fangelsi í Bogatá höfuðborg Kólumbíu eftir að fangar reyndu að brjótast út af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar innan veggja fangelsisins. 

83 fangar slösuðust í átökunum, að sögn Margarita Cabello dómsmálaráðherra landsins. Af þeim eru 32 fangar á sjúkrahúsi og sjö fangaverðir. Tveir fangaverðir eru í lífshættu. 

Í gær efndu fangar í fangelsum víðsvegar um landið til mótmæla. Þeir létu til sín taka í 13 fangelsum. Þeir mótmæltu harðlega skorti á heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins og miklum þrengslum.  

Dómsmálaráðuneyti rannsakar málið. Dómsmálaráðherra neitað að hreinlæti væri ábótavant í fangelsunum sem og þrengslum sem kvartað er undan. Mun fleiri fangar eru vistaðir í fangelsum landsins en leyfilegt er. 

Frétt BBC.

mbl.is