Salmond sýknaður

Alex Salmond.
Alex Salmond. AFP

Alex Salmond, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra skosku heima­stjórn­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins, var í dag sýknaður af ákærum um nauðgunartilraun og kynferðislegt ofbeldi.

Alls voru ákærur á hendur Salmond þrettán talsins og var hann sýknaður eftir 11 daga málflutning í Edinborg.

Hann var í ágúst 2018 sakaður um kynferðislega áreitni í skoska dagblaðinu Daily Record og fór málið fyrir rétt eftir rannsókn lögreglu. 

Sjálfur neitaði Salmond ávallt öllum ásökunum á hendur sér.

Meint brot áttu að hafa átt sér stað víðs vegar um Skotland á árunum 2008 til 2014. 

Salmond stýrði Skoska þjóðarflokkn­um þegar þjóðar­at­kvæði voru greidd um sjálf­stæði Skot­lands árið 2014.

mbl.is