Strangt samkomubann framlengt í Danmörku

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Strangt samkomubann í Danmörku, þar sem allar samkomur 10 manna eða fleiri eru óheimilar og kaffihúsum veitingastöðum og verslunarmiðstöðvum er lokað, hefur verið framlengt til 13. apríl.

Bannið tók gildi 18. mars og þá átti það að vera i gildi til 30. mars. Það hefur nú verið framlengt fram á annan dag páska.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á blaðamannafundi í dag að þetta þýddi að skólar yrðu lokaðir fram yfir páska.

Alls hafa 1.300 tilfelli kórónuveirunnar verið greind í Danmörku og 24 hafa látist samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

 

mbl.is

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir