Útgöngubann í Bretlandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi í kvöld og verður það í gildi næstu þrjár vikurnar eða fram til 13. apríl. Er það gert til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.

Búðum sem ekki selja lífsnauðsynlegan varning verður lokað og ekki mega koma fleiri en tveir saman. Alls hafa 335 látist af völdum veirunnar í landinu.

„Haldið ykkur heima,“ sagði Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi.

Almenningsgarðar verða áfram opnir en Johnson varaði fólk við að hópast þangað, líkt og margir gerðu í góðu veðri um helgina:

„Ef þið fylgið ekki reglunum geta lögregluþjónar sektað ykkur.“

Hann sagði útbreiðslu veirunnar mestu ógn sem Bretland hefði staðið frammi fyrir í fjölda ára og að sjúkrahús í landinu myndu bogna ef álagið myndi aukast jafn hratt og það hefur gert undanfarna daga.

„Ég hvet ykkur til að dvelja heim og bjarga mannslífum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

31. mars 2020 kl. 13:07
1135
hafa
smitast
173
hafa
náð sér
36
liggja á
spítala
2
eru
látnir