67 prestar látist á Ítalíu

Ítalskur prestur með andlitsgrímu að störfum í Bolgari í Langbarðalandi …
Ítalskur prestur með andlitsgrímu að störfum í Bolgari í Langbarðalandi á Ítalíu. AFP

Alls hafa 67 ítalskir prestar látist af völdum kórónuveirunnar síðan hún hóf innreið sína í landið í síðasta mánuði, að sögn dagblaðsins Avvenire.

Yngsti presturinn var 53 ára gamall.

„Prestar veikjast og deyja eins og aðrir, jafnvel enn meira en aðrir,“ sagði dagblaðið.

Þar kom fram að 22 hinna látnu hefðu búið í Bergamo þar sem veiran hefur valdið miklum usla í landinu.

Frans páfi bað presta um að „sýna hugrekki til að fara út og hitta hina veiku“ þegar faraldurinn var tekinn að færast í aukana víðs vegar um landið 10. mars.

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir