G20-ríkin fjarfunda vegna COVID-19

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. AFP

Leiðtogar heims ætla að ræða málin á fjarfundi seinna í dag vegna kórónuveirunnar en 21.000 manns hafa látist í heiminum af völdum hennar. Sérfræðingar telja að áhrif veirunnar á efnahagslíf heimsins geti orðið meiri en í kreppunni sem skall á heimsbyggðinni árið 1929 og stóð yfir í 10 ár.   

„COVID-19 ógnar öllu mannkyninu. Allt mannkynið þarf að berjast gegn veirunni,“ segir Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ar­i Sameinuðu þjóðanna. Hann segir brýnt að þjóðir heims gangi í takt og séu samstíga í að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Á þessari stundu sé mikilvægt að horfa til fátækustu þjóða heims og hefur hann kallað eftir um 2 billjóna dollara greiðslu til handa þeim þjóðum.  

G20-ríkin eiga fjarfund seinna í dag þar sem farið verður yfir þessi mál. Guterres hefur biðlað til bæði Bandaríkjanna og Kína að hægt verði að eiga í góðum samskiptum. Leiðtogar ríkjanna hafa skipst á að saka hver annan um að eiga sök á stöðunni sem upp er komin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

mbl.is

Kórónuveiran

24. maí 2020 kl. 13:00
1804
hafa
smitast
1791
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir