Prestur á heimili páfa með COVID-19

Presturinn er sagður búa í sama húsnæði og Páfinn, Saint …
Presturinn er sagður búa í sama húsnæði og Páfinn, Saint Martha's, sem sjá má á myndinni. AFP

Ítalskur starfsmaður Vatíkansins, sem býr í sama húsnæði og Frans páfi, er sagður vera sýktur af kórónuveirunni. 

Samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar hafa nokkrir mismunandi ítalskir fjölmiðlar áreiðanlegar heimildir fyrir þessu. Í umfjöllunum ítölsku miðlanna segir að presturinn hafi búið í gestahúsi Saint Martha's í áraraðir, þar sem páfinn hefur haft aðsetur sitt í lítilli þakíbúð síðan hann var valinn 2013.

Frans páfi hefur að mestu haldið sig innandyra á heimili sínu síðan hann fékk kvefpest í lok febrúar, en þar tekur hann þó á móti einstaka gesti auk þess sem hann hefur ávarpað kaþólikka heimsins í beinni útsendingu frá bókasafni Vatíkansins.

Presturinn sem sýktur er af kórónuveirunni hefur samkvæmt heimildum tveggja ítalskra fjölmiðla verið fluttur á sjúkrahús í Róm og unnið er að því að sótthreinsa svæðið þar sem hann býr.

mbl.is

Kórónuveiran

24. maí 2020 kl. 13:00
1804
hafa
smitast
1791
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir