Aldrei fleiri látist á einum degi

Prestur í Bergamo stendur við hlið líkkistna fólks sem látist …
Prestur í Bergamo stendur við hlið líkkistna fólks sem látist hefur vegna veirunnar. AFP

Nærri þúsund manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu síðasta sólarhring. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi í neinu landi frá því faraldur hennar hófst í Kína.

Fjöldi staðfestra smita á Ítalíu er nú orðinn 86.500, meiri en í Bandaríkjunum og Kína. 

Yfirvöld landsins tilkynntu um 969 dauðsföll í dag, en talan inniheldur einnig fimmtíu manns sem ekki voru taldir með í þeim tölum sem birtar voru í gær.

Svo virðist sem hægst hafi á smitum, þar sem fjöldi tilfella í dag er 7,4% meiri en í gær, samanborið við fjölgun í kringum 8% síðustu daga. Heilbrigðisstofnun landsins segir útgöngubannið mögulega vera farið að bera árangur.

Ekki toppað enn þá

„En ég vil að eitt atriði sé á hreinu. Við höfum ekki toppað enn þá,“ sagði yfirmaður hennar, Silvio Brusaferro, í dag.

„Það eru merki um að það sé farið að hægja á, sem lætur okkur halda að við séum nálægt; við gætum toppað á næstu dögum.“

Gera verði þó varúðarráðstafanir næstu mánuði til að varna því að kúrfan taki að rísa á ný.

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir