Skipar GM að hefja framleiðslu öndunarvéla

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað bílaframleiðandanum General Motors að hefja framleiðslu öndunarvéla. Gaf hann út tilskipun þessa efnis fyrir skemmstu.

Tilskipunin styðst við alríkislög um framleiðslu til varnar Bandaríkjunum, sem sett voru árið 1950 eftir að Kóreustríðið hófst.

Forsetinn hefur áður greint frá óánægju sinni með að fyrirtækið hafi lokað verksmiðju sinni í Lordstown í Ohio á síðasta ári. Ítrekaði hann það sjónarmið sitt í dag:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir