Íbúar Moskvu haldi sig heima

Sergei Sobjanin, borgarstjóri Moskvu.
Sergei Sobjanin, borgarstjóri Moskvu. AFP

Borgarstjóri Moskvu tilkynnti í dag að strangar útgöngureglur taki gildi í borginni á morgun. Reglurnar ná til allra íbúa borgarinnar. 

„Sú afar neikvæða staða sem upp er komin í stærstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna vekur miklar áhyggjur af heilsu og lífi íbúa okkar,“ sagði Sergei Sobjanin, borgarstjóri Moskvu í yfirlýsingu sinni í dag. 

Íbúar borgarinnar geta nú aðeins yfirgefið heimili sín læknisfræðilegum neyðartilvikum, til að versla nauðsynlegar matvörur og lyf og þeir sem starfa við þau störf sem yfirvöld telja nauðsynleg fá leyfi til að ferðast til og frá vinnu. 

Þá er íbúum heimilt að fara út með ruslið og viðra hunda sína innan 100 metra radíusar frá heimilum sínum. 

Hingað til höfðu aðeins íbúar borgarinnar sem eru 65 ára og eldri sætt slíkum reglum. 

mbl.is