Þrettán ára breskur drengur látinn

Sjúkrahúsið greinir frá þessu í tilkynningu.
Sjúkrahúsið greinir frá þessu í tilkynningu. AFP

Þrettán ára gamall breskur drengur lést af völdum kórónuveirusýkingar á King's College-sjúkrahúsinu í London í dag.

Sjúkrahúsið greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að andláti drengsins hafi verið vísað til dánardómstjóra. 

Dauðsföll á einum degi hafa aldrei verið fleiri í Bretlandi, en þar lést 381 síðastliðinn sólarhring. Heildarfjöldi andláta af völdum COVID-19 í Bretlandi er því orðinn 1.789.

Frétt BBC

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir