Aldrei jafn mörg dauðsföll á Spáni

Heilbrigðisstarfsmenn í Madrid gera sig kláran fyrir daginn. Þeir vinna …
Heilbrigðisstarfsmenn í Madrid gera sig kláran fyrir daginn. Þeir vinna dag og nótt við að aðstoða þá sem hafa veikst af kórónuveirunni. AFP

Yfir níu þúsund eru látnir á Spáni úr kórónuveirunni en aldrei hafa jafn margir látist þar á einum sólarhring og nú eða 864. Staðfest smit eru komin yfir 100 þúsund. Í Íran eru yfir þrjú þúsund látnir.

Spænska ríkisstjórnin greindi frá því fyrir skömmu að dauðsföllin væru nú 9.053 talsins og staðfest smit séu 102.136. Á sama tíma fer hlutfall nýrra smita lækkandi.

Azadi-turninn í Teheran.
Azadi-turninn í Teheran. AFP

Í Íran eru 3.036 látnir en þar létust 138 sjúklingar síðasta sólarhringinn. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir að 2.987 ný smit hafi verið staðfest síðasta sólarhringinn og smitin því orðin 47.593. Af þeim sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús hafa 15.473 náð fullum bata.

mbl.is

Kórónuveiran

31. maí 2020 kl. 15:31
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir