Klofningur í ríkisstjórn Hollands vegna kórónuaðstoðar

Stefna Rutte þykir bera vott um mikla harðneskju og skilningsleysi.
Stefna Rutte þykir bera vott um mikla harðneskju og skilningsleysi. AFP

Klofningur hefur orðið í ríkisstjórn Hollands vegna andstöðu Mark Rutte, forsætisráðherra landsins, við kórónuskuldabréfin svokölluðu. En um er að ræða aðstoð Evrópuríkja við Ítalíu og Spán og þau ríki í suðri sem kórónuveiran hefur leikið mjög grátt. Financial Times greinir frá.

Rutte, formaður Frelsis- og lýðræðisflokksins, leiðir fjögurra flokka ríkisstjórn en mikillar óánægju gætir á meðal að minnsta kosti tveggja annarra stjórnarflokka og hefur það sett þrýsting á forsætisráðherrann að endurskoða hug sig varðandi bréfin. Ríkisstjórn Hollands hefur fengið á sig gagnrýni frá öðrum ríkjum vegna afstöðu forsætisráðherrans.

Tveir stjórnarflokkanna hafa dregið sig frá forsætisráðherranum og fjármálaráðherra hans, Woke Hoekstra. En flokkarnir krefjast þess að Hollendingar styðji aðgerðir til að aðstoða Ítalíu og önnur lönd sem farið hafa illa út úr kórónuveirufaraldrinum.

„Ítalía er rústir einar. Að mínu mati ættu fyrstu skilaboðin að vera: við munum hjálpa ykkur,“ sagði Gert-Jan Segers, leiðtogi Kristilega bandalagsins, sem situr í stjórn með Rutte.

Segers gekk þó ekki svo langt að krefjast þátttöku í kórónubréfunum en krafðist þess að ríkistjórnin styddi við einhverja tegund af Marshall aðstoð, eins og hann orðaði það, fyrir ríkin í suðri.

Rob Jetten, formaður D66, sem einnig situr í ríkisstjórn varaði við því að þetta skilningsleysi gæti valdið meiriháttar diplómatísku slysi. „Það er versta gerð af hugmyndafræðilegum ósveigjanleika að íhuga allar mögulegar lausnir og fjárhagslegar aðgerðir til að komast í gegnum þetta saman,“ sagði hann jafnframt. Bæði fyrrverandi og núverandi seðlabankastjórar landsins hafa einnig mælt gegn stefnu Rutte.

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir