Boris Johnson lagður inn

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið lagður inn á sjúkrahús til rannsóknar en tíu dagar eru síðan hann greindist með kórónuveiruna. 

Í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherra kemur fram að Johnson hafi verið lagður inn í kvöld að ráði læknis Johnsons. Um er að ræða rannsóknir og varúðarráðstöfun. 

Frá því Johnson var greindur hef­ur hann unnið heim­an frá í íbúð sinni fyr­ir ofan höfuðstöðvar rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Down­ingstræti 10.

Johnson, sem er 55 ára gamall, greindi frá því 27. mars að hann væri með lítil einkenni en vegna þess að hann væri enn með háan hita þá myndi hann halda sig áfram heima. 

Ekkert bendir til þess að Johnson þurfi að leggjast inn á gjörgæslu. Unnusta hans, Carrie Symonds, sem er þunguð, hefur verið veik í um það bil viku en er á batavegi. 

Heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, sneri aftur til vinnu á föstudag eftir að hafa verið heima í viku eftir að hafa greinst smitaður af COVID-19. T

 Thank you for doing your bit in the fight against #coronavirus

mbl.is

Kórónuveiran

1. júní 2020 kl. 13:23
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir