Trump vill slaka á aðgerðum vegna veirunnar

Trump segir verstu vikuna framundan en vill samt slaka á …
Trump segir verstu vikuna framundan en vill samt slaka á aðgerðum. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði í gærkvöldi Bandaríkjamenn við því að þeir þyrftu að búa sig undir „erfiðustu vikuna“ í kórónuveirufaraldrinum til þessa. „Það verða mörg dauðsföll,“ sagði forsetinn jafnframt á daglegum blaðamannafundi vegna veirunnar. BBC greinir frá. Hann vill þó einnig að slakað verði á þeim hörðu aðgerðum sem gripið hefur verið til.

Þá lofaði hann þeim ríkjum sem verst hafa orðið úti vegna veirunnar nauðsynlegum læknis- og hlíðfarbúnaði og aðstoð frá hernum.

Forsetinn sagðist þó einnig ætla að leggja til að slakað yrði á ströngum reglum um félagsforðun fyrir páska. „Við verðum að opna landið okkar aftur. Við viljum ekki hafa þetta svona mánuðum saman.“

Staðfest smit í Bandaríkjunum eru nú komin yfir 300 þúsund, sem er það mesta í einu landi í heiminum. Þá eru dauðsföllin orðin næstum 8.500, þar af yfir 3.500 í New York en í ríkinu létust 630 í gær.

Trump sagði að þær aðgerðir sem gripið hefði verið til virkuðu vissulega en ekki stæði til að „eyðileggja landið“. „Ég hef sagt það frá upphafi; lækningin má ekki vera verri en vandamálið.“

mbl.is

Kórónuveiran

1. júní 2020 kl. 13:23
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir