Lík Maeve Kennedy fundið

Lík Maeve Kennedy McKean, barnabarns Roberts F. Kennedy, fannst í …
Lík Maeve Kennedy McKean, barnabarns Roberts F. Kennedy, fannst í gær en hennar og sonar hennar hefur verið leitað frá því seint á fimmtudag. Sonur hennar er enn ófundinn. Ljósmynd/Facebook

Lík Maeve Kennedy McKean, barnabarns Roberts F. Kennedys, fannst í gær en hennar og sonar hennar hefur verið leitað frá því seint á fimmtudag. 

Maeve, sem var fertug, var dótt­ir Kat­hleen Kenn­e­dy Town­send, sem er dótt­ir Roberts F. Kenn­e­dys. Robert var bróðir Johns F. Kenn­e­dys, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Fjölskyldan var í sjálfskipaðri sóttkví í húsi í eigu móður Maeve, Kat­hleen, ásamt börnum. 

Maeve sást síðast á litl­um bát ásamt átta ára syni sín­um Gi­deon á Ches­apea­ke-flóa í Mary­land síðdeg­is á fimmtu­dag. Leit á fló­an­um hófst á fimmtu­dags­kvöld þegar ljóst varð að þau hefðu lent í vand­ræðum. Leit stóð yfir fram á föstu­dag en á laugardag til­kynnti eig­inmaður henn­ar, Dav­id McKe­an, að leit­inni hefði verið hætt og það metið sem svo að þau væru bæði látin.

Leit að Gideon mun halda áfram í dag. Lík móður hans fannst í rúmlega þriggja kílómetra fjarlægð frá húsi fjölskyldunnar. Mæðginin höfðu verið að leika sér með bolta við litla grunna vík sem er við húsið. Boltinn fór út í vatnið og fóru þau á bátnum til að sækja hann en enduðu líklega úti á flóanum, en hvasst var á svæðinu og straumþungt þennan daginn. 

Kenn­e­dy-fjöl­skyld­an hef­ur gengið í gegn­um fjölda áfalla en afi Maeve, Robert, var skot­inn til bana hinn 5. júní 1968 en hann stóð þá í for­vali demó­krata til for­seta­kosn­ing­anna 1968. Bróðir hans John F. Kenn­e­dy var, eins og flest­ir vita, einnig skot­inn til bana fimm árum áður.

mbl.is