Klæmið atvik í zoom-kennslustund barna

Kennarar nýta sér í auknum mæli tækni Zoom. Hér sést …
Kennarar nýta sér í auknum mæli tækni Zoom. Hér sést Lauryn Morley, afleysingakennari í Maryland í Bandaríkjunum, kenna kennslustund að heiman í gegnum Zoom. AFP

Kennarar í Singapúr hafa hætt notkun á fjarfundaforritinu Zoom eftir að „mjög alvarlegt atvik“ átti sér stað í kennslustund sem börn sátu gegnum forritið.

Að sögn móður stúlku, sem sat landafræðitímann sem um ræðir, var brotist inn í kennslustundina og birtust klúrar myndir á skjánum áður en tveir menn báðu stelpurnar að bera sig. Var kennslustundin stöðvuð þegar í stað.

39 tólf ára börn sátu umrædda kennslustund, að því er fram kemur á vef BBC

Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær hefur forritið Zoom, sem margir nýta sér vegna þeirra ferðatakmarkana sem í gildi eru víða um heim, þegar sætt harðri gagnrýni af ýmsu tagi.

Forsvarsmenn fyrirtækisins Zoom segjast vera „mjög miður sín“ vegna framangreinds atviks.

Forsvarsmenn fjarfundaforritsins Zoom hafa sagst miður sín vegna atviksins.
Forsvarsmenn fjarfundaforritsins Zoom hafa sagst miður sín vegna atviksins. AFP

Hætta notkun Zoom

„Þetta er mjög alvarlegt atvik,“ sagði Aaron Loh, forsvarsmaður menntayfirvalda í Singapúr, og sagði menntamálaráðuneytið vera að rannsaka málið. „Til að vera örugg munu kennarar hætta notkun Zoom þar til öryggisvandamál sem þessi heyra sögunni til.“

mbl.is

Kórónuveiran

30. maí 2020 kl. 14:00
-1802
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir