Skotinn til bana í Svíþjóð

Sænska lögreglan rannsakar málið.
Sænska lögreglan rannsakar málið. mbl.lis/Atli Steinn Guðmundsson

Karlmaður var skotinn til bana við skyndibitastað í borginni Norrköping í gærkvöldi.

Þó nokkur vitni hafa verið yfirheyrð af lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum Aftonbladet var maðurinn háttsettur meðlimur vélhjólagengis.

Lögreglan var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna skotárásar. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en lést af sárum sínum.

Rannsókn er hafin á því sem gerðist og var tæknideild lögreglunnar að störfum í nótt.

mbl.is