Veiran muni hverfa á fáeinum dögum

Kórónuveiran hefur valdið miklum breytingum á skömmum tíma.
Kórónuveiran hefur valdið miklum breytingum á skömmum tíma. AFP

Á meðan flest ríki heims ræða nú til hvaða aðgerða sé best að grípa í von um að sporna gegn far­aldri kór­ónu­veiru er einn fræðimaður, Isaac Ben-Isra­el, pró­fess­or og for­stöðumaður ör­ygg­is­fræða við há­skól­ann í Tel Aviv, sem seg­ir aðgerðir þjóða ekki skipta máli. Kór­ónu­veir­an muni svo gott sem hverfa á um 70 dög­um.

Ben-Isra­el held­ur því fram að rann­sókn­ir hans sýni að Covid-19, sjúk­dóm­ur­inn sem kór­ónu­veir­an veld­ur, nái toppi sín­um á 40 dög­um en eft­ir það fjari fljótt und­an hon­um. Það að ríki grípi til um­fangs­mik­illa lok­ana skil­ar, að hans sögn, litl­um sem eng­um ár­angri öðrum en þeim að stórskaða efna­hag viðkom­andi rík­is. Rann­sókn­ir Ben-Isra­el sýni að hlut­fall dag­legra nýsmita af heild­arsmit­um séu í upp­hafi um 30% en minnki niður í 10% eft­ir sex vik­ur. Viku síðar verður hlut­fallið komið niður fyr­ir 5%.

„Það sem kem­ur á óvart er að þessi niðurstaða á jafnt við um þau ríki sem gripið hafa til mjög harðra aðgerða, með því meðal ann­ars að lama efna­hag sinn, og þeirra sem gripið hafa til mun væg­ari úrræða og haldið uppi eðli­legu lífi,“ seg­ir hann.

Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »