Dó frá nýfæddu barni

Nýburi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.
Nýburi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. AFP

29 ára gömul kona í Birmingham á Englandi lést af völdum Covid-sjúkdómsins aðeins sex dögum eftir að hún ól son. Sjónvarpsstöðin ITV News greindi frá þessu.

Konan, Fozia Hanif, greindist með kórónuveiruna við reglubundna meðgönguskoðun. Einkennin voru væg í fyrstu og var hún send heim eftir frekari skoðun. Innan fárra daga veiktist hún hins vegar heiftarlega og var flutt á sjúkrahús, þar sem flýta þurfti fæðingu barnsins. Svo veik var Hanif að henni lokinni að barnið var flutt strax á brott, án þess að móðirin fengi það í fangið. Hún sá raunar barnið aðeins á ljósmyndum sem hjúkrunarfræðingar á Birmingham Heartlands-spítalanum tóku og sýndu henni.

„Hún hélt á [ljósmyndinni] og sagði: Sjáðu, þetta er barnið okkar og bráðum förum við heim. Það var í síðasta sinn sem ég talaði við hana,“ sagði eiginmaður Hanif, Wajid Ali, við ITV News.

Systir hennar, Sophie Hanif, kvaðst hafa fengið símaskilaboð frá henni, þar sem hún hafi verið full eftirvæntingar að hitta litla drenginn.

Skömmu síðar versnaði Hanif og hún þurfti að fara á öndunarvél. Sex dögum eftir fæðingu drengsins var vélin tekin úr sambandi. Stríðið var tapað.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »