„Brjáluð skepna“ var uppi á tímum risaeðla

Um er að ræða dýr sem líktist greifingja.
Um er að ræða dýr sem líktist greifingja.

Vísindamenn hafa uppgötvað nýja tegund spendýrs sem talin er hafa verið uppi á tímum síðustu risaeðlanna. Uppgötvun dýrsins, sem hefur fengið heitið Adalatherium, sem þýðir í raun brjálaða skepnan (e. crazy beast), gæti breytt öllu sem við töldum okkur vita um spendýr á tímum risaeðla.

Um er að ræða dýr sem líkist greifingja, en steingervingur dýrsins fannst á Madagaskar og er 66 milljón ára gamall.

Dýrið var á stærð við venjulegan heimiliskött og vó um þrjú kíló, en hingað til hefur verið talið að spendýr hafi þurft að vera mun minni til að lifa af samhliða risaeðlunum, eða á stærð við mýs.

Talið er að dýrið hafi jafnvel ekki hafa náð fullri stærð og hefði því getað orðið stærra. Vísindamenn telja að dýrið hafi haldið sig til og ferðast neðanjarðar, sem gæti að einhverju leyti skýrt hvernig það lifði af og varð svo stórt.

Áður en spendýr tóku yfir jörðina er talið að þau hafi þurft að hlaupa og fela sig frá mun stærri dýrum, risaeðlum, krókódílum og kyrkislöngum. Vonast er til þess að uppgötvunin geti hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig spendýr þróuðust í allar þær undirtegundir sem þekkjast í dag.

Frétt BBC

mbl.is