Hægt að ferðast til og frá Ítalíu í júní

Frá tómlegum flugvelli í Róm, höfuðborg Ítalíu.
Frá tómlegum flugvelli í Róm, höfuðborg Ítalíu. AFP

Allir flugvellir á Ítalíu mega opna frá og með 3. júní þegar tekin verða frekari skref í landinu til að aflétta aðgerðum vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Paola De Micheli, samgönguráðherra Ítalíu, greindi frá þessu fyrr í dag.

„Það verður hægt að opna flugvelli frá 3. júní þegar fólk getur ferðast innanlands og milli landa,“ sagði Micheli í dag.

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir