Heiður að vera með flest tilfelli

„Ég sé það, að einhverju leyti, sem gott mál af …
„Ég sé það, að einhverju leyti, sem gott mál af því það þýðir að prófin okkar eru mun betri.“ AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það heiðursmerki að Bandaríkin séu með flest staðfesti tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu. „Ég sé það, að einhverju leyti, sem gott mál af því það þýðir að prófin okkar eru mun betri,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Bandaríkjunum telja 1,5 milljónir og nærri 92.000 hafa látist af völdum COVID-19.

Næst á eftir Bandaríkjunum er varðar fjölda tilfella er Rússland, þar sem staðfest tilfelli eru orðin 300 þúsund.

Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir þessi ummæli og segja að ein og hálf milljón tilfella sýni ekki fram á annað en algjört forystuleysi af hálfu forsetans.mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir