Viðræður stöðvaðar fram yfir forsetakosningar

Donald Trump og Kim Jong Un.
Donald Trump og Kim Jong Un. AFP

Norðurkóresk stjórnvöld hafa stöðvað viðræður við Bandaríkin þar til forsetakosningum Bandaríkjanna sem eiga að fara fram í nóvember er lokið. Þetta segir Alexander Matsegora, sendiherra Rússlands í Pyongyang. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu hafa átt þrjá sögulega fundi saman, en litlar líkur eru á því að heildstæður samningur náist á milli ríkjanna úr þessu. 

Matsegora segir viðbúið að viðræður ríkjanna hefjist að nýju þegar niðurstöður forsetakosninganna liggi fyrir. Þá segir hann rússnesk stjórnvöld vera óánægð með stöðvun viðræðna, sem sé til þess fallið að auka spennu á Kóreuskaganum. 

mbl.is