Villt dýr af matseðlinum í Wuhan

Borgaryfirvöld í Wuhan hafa lagt bann við því að leggja …
Borgaryfirvöld í Wuhan hafa lagt bann við því að leggja villt dýr sér til munns og bændum verða boðnar greiðslur fyrir að hætta ræktun villtra dýra. AFP

Borgaryfirvöld í Wuhan hafa lagt bann við því að leggja villt dýr sér til munns og bændum verða boðnar greiðslu fyrir að hætta ræktun villtra dýra. 

Reglurnar eru settar í kjölfar kórónuveirufaraldursins en fyrstu rannsóknir benda til þess að veiran eigi upptök sín í villtum dýrum, líklega leðurblökum, sem seld voru á markaði í borginni. COVID-19-sjúkdómurinn hefur orðið yfir 320 þúsund að bana og nærri fimm milljónir hafa smitast af veirunni frá því að hún braust fyrst út í kínversku borginni í lok síðasta árs.  

Kín­versk yf­ir­völd hafa áður bannað versl­un og neyslu á afurðum villtra dýra.

Auk þess hefur bann verið lagt á veiðar á vill dýr og er borgin nú yfirlýst sem „verndarsvæði villtra dýra“, nema í undantekningartilfellum sem heimiluð eru af stjórnvöldum. 

Þá munu borgaryfirvöld vinna með kínverskum stjórnvöldum í að útfæra hvetjandi leiðir fyrir bændur til að láta af ræktun villtra dýra, til að mynda með greiðslum. Þannig myndi bóndi fá 120 yuan, eða sem nemur 2.400 krónum, fyrir kíló af rottum, snákum og kóbraslöngum en 75 yan, um 1.500 krónur, fyrir kíló af risarottum (e. bamboo rat).  

Fyrir deskött, sem talinn er hafa borið með sér SARS-sjúkdóminn fyrir um tuttugu árum, fást heil 600 yuan, eða sem nemur rúmum 12 þúsund krónum, fyrir kílóið.

Frétt CBS

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir