Yfirvöld í Brasilíu mæla með malaríulyfjum

AFP

Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu gaf út ráðleggingar í dag um að læknir myndi gefa út lyfseðla fyrir malaríulyfin chloroquine og hydroxychloroquine til allra sem eru með einkenni kórónuveirunnar, sama hversu lítil einkennin eru. 

Þetta hefur forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, þrýst á þrátt fyrir að litlar sem engar sönnur séu á að lyfin gagnist við COVID-19. 

Hitamæling á flugvellinum í Brasilia.
Hitamæling á flugvellinum í Brasilia. AFP

Nýverið varaði banda­ríska mat­væla- og lyfja­eft­ir­litið við því að lyf­in væru notuð utan sjúkra­húsa, þar sem þau gætu valdið hjart­slátt­ar­trufl­un­um meðal kór­ónu­veiru­sjúk­linga. Eins hef­ur dr. Ant­hony S. Fauci, einn helsti sér­fræðing­ur for­seta Banda­ríkj­anna varðandi far­sótt­ina, beðið fólk um að fara var­lega í að nota lyf­in þar sem ekki liggi fyr­ir nein staðfest­ing á að þau virki á veiruna.

Samkvæmt nýjum alríkis-viðmiðunarreglum í Brasilíu er mælt með því að læknar skrifi upp á malaríulyfin til þeirra sjúklinga sem eru með einkenni sem minna á nýja kórónuveirusjúkdóminn. Sjúklingum verður gert að skrifa undir skjal þar sem fram kemur að þeir hafi verið upplýstir um mögulegar aukaverkanir, svo sem hjarta- og lifrarbilanir og mögulegar skemmdir á sjónhimnunni.  

Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafi verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum.

Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Alltaf þarf að vega gagnsemi lyfs á móti aukaverkunum þess þannig að tryggt sé að lyfið geri meira gagn en skaða.

Þetta þarf að hafa verið sýnt fram á með klínískum rannsóknum sem eru nægjanlega stórar, tvíblindaðar með slembivali milli meðferðar og lyfleysu. Rannsóknir eru tvíblindaðar þegar hvorki þátttakendur né rannsakendur vita hver fær rannsóknarlyfið og hver fær lyfleysu fyrr en rannsókninni er lokið. Rannsóknir eru með slembivali þegar hending ræður því hver fær lyf og hver fær lyfleysu. Rannsóknir sem ekki uppfylla þessi skilyrði geta einungis gefið vísbendingar.

„Það lyf sem er einna áhugaverðast um þessar mundir sem hugsanlegt lyf við COVID-19 er remdesivír. Remdesivír var upphaflega þróað sem lyf við ebólu-veirusýkingu og skyldum sjúkdómum. Lyfið kemur í veg fyrir að næmar veirur geti fjölgað sér. Lyfið var notað í rannsóknaskyni í ebólu-faraldrinum 2013-16 og aftur í faraldrinum 2018-19 en þá kom í ljós að lyfið stóð ekki undir væntingum og var notkun þess að mestu hætt.“

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir