36 þúsund færri hefðu látist

Biðröð eftir að komast í skimun vegna kórónuveirunnar í New …
Biðröð eftir að komast í skimun vegna kórónuveirunnar í New York. AFP

Ef bandarísk stjórnvöld hefðu byrjað einni viku fyrr að biðja fólk um að halda sig í öruggri fjarlægð hvert frá öðru hefðu um 36 þúsund færri látið lítið af völdum kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í greiningu Columbia-háskóla.

Hefðu Bandaríkin hafið útgöngubann í borgum og sett á reglur um fjarlægð 1. mars hefði verið hægt að komast hjá miklum meirihluta dauðsfallanna í landinu, eða um 83%, að því er New York Times greinir frá. 

Hefði þetta gerst hefðu um 54 þúsund manns látist samanlagt af völdum veirunar snemma í maí.

Vísindamenn við háskólann segja að smávægilegar breytingar í ákvarðanatöku vegna veirunnar hefðu getað komið í veg fyrir vöxt veirunnar en í apríl var hún orðin skæð í New York-borg, New Orleans og fleiri stórum borgum.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

„Engu er lokað, lífið og efnahagurinn heldur áfram,“ tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti 9. mars og gaf í skyn að flensan væri verri en kórónuveiran. „Á þessari stundu eru 546 tilfelli kórónuveirunnar og 22 dauðsföll. Hugsið um það!“ skrifaði hann.

Að sögn vísindamannanna höfðu á þessari stundu tugir þúsunda Bandaríkjamanna smitast af veirunni í raun og veru. Vegna þess að veirupróf voru ekki nógu útbreidd hélt smitum áfram að fjölga.

Lang­flest til­felli kórónuveirunnar hafa verið greind í Banda­ríkj­un­um, rúm­lega 1,5 millj­ón­ir, og um 93 þúsund manns hafa látist. 

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir