Frændi pakistönsku stúlknanna handtekinn

Stúlkurnar voru myrtar í bænum Shamplan, en samfélagið þar er …
Stúlkurnar voru myrtar í bænum Shamplan, en samfélagið þar er mjög íhaldssamt og ofbeldi gegn konum algengt. AFP

Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt tvær pakistanskar unglingsstúlkur, 16 og 18 ára, eftir að myndbandi af þeim þar sem karlmaður sést kyssa þær var deilt á samfélagsmiðlum.

Muhammad Aslam er grunaður um að hafa skotið stúlkurnar til bana, en hann er frændi þeirra.

Auk Aslam eru einnig í haldi karlmaðurinn sem sást á myndskeiðinu, eigandi farsímans sem myndskeiðið var tekið á, 

Stúlkurnar voru myrtar í bænum Shamplan, en samfélagið þar er mjög íhaldssamt og ofbeldi gegn konum algengt. Talið er að fleiri en þúsund konur séu myrtar í svonefndum heiðursmorðum í Pakistan á ári hverju.

Myndskeiðið er um 52 sekúndna langt og þar sést karlmaður, Umer Ayaz, ásamt þremur konum með blæjur. Karlmaðurinn kyssir tvær kvennanna en ekki þá þriðju, en sú þriðja er talin vera eiginkona mannsins sem handtekinn hefur verið grunaður um morðið á unglingsstúlkunum. Hún er talin vera í felum.

Frétt BBC

mbl.is