Farþegaþota hrapaði í Pakistan

Farþegaflugvél pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airlines hrapaði í dag í …
Farþegaflugvél pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airlines hrapaði í dag í íbúabyggð nærri alþjóðaflugvellinum í Karachi. Mynd úr safni. AFP

Farþegaflugvél pakistanska flugfélagsins Pakistan International Airlines hrapaði í dag í íbúabyggð nærri alþjóðaflugvellinum í Karachi. 

107 voru um borð í vélinni, 99 farþegar og átta í áhöfn, að sögn flugmálayfirvalda í Pakistan. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang. 

Aðeins nokkrir dagar eru síðan farþegaflug var leyft á ný í Pakistan en vegna kórónuveirufaraldursins hefur allt flug legið niðri um nokkurra vikna skeið. 

Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Lahore til alþjóðaflugvallarins í Jinnah, sem er einn af fjölförnustu flugvöllum landsins.

Af myndum frá vettvangi sem birst hafa á samfélagsmiðlum má sjá dökkan reyk frá slysstað. 


 

Fréttin verður uppfærð.  

mbl.is