Leiðtogi Tsjet­sjen­íu á sjúkrahús

Ramz­an Kadyrov, for­seti Tsjet­sjen­íu.
Ramz­an Kadyrov, for­seti Tsjet­sjen­íu. AFP

Ramz­an Kadyrov, for­seti Tsjet­sjen­íu, hefur verið fluttur á sjúkrahús í Moskvu, höfuðborg Rússlands, en talið er að hann sé með kórónuveiruna.

Samkvæmt frétt BBC var flogið með Kadyrov frá Tsjet­sjen­íu norður til Moskvu á miðvikudag til meðferðar eftir að hafa fundið fyrir flensueinkennum.

„Hann er á sjúkrahúsi í Moskvu,“ sagði heimildamaður við rússneska fjölmiðla. Engar frekari upplýsinga fást um líðan hins umdeilda Kadyrov.

Alls lét­ust 150 af völd­um kór­ónu­veirunn­ar í Rússlandi síðasta sól­ar­hring­inn og hafa dauðsföll­in aldrei verið jafn mörg þar á ein­um degi. Aft­ur á móti hef­ur ný­skráðum staðfest­um smit­um fækkað og voru þau tæp­lega 8.900 tals­ins.

Kadyrov hefur ítrekaður verið sakaður um að fremja mannréttindabrot í rúss­neska sjálf­stjórn­ar­héraðinu. Síðustu ár hef­ur verið greint frá því að sam­kyn­hneigðir karl­menn hafi flúið Tsjet­sjen­íu vegna of­sókna.

Sjálfur segir forsetinn að allar slíkar fréttir séu uppspuni.

mbl.is