Líkamsleifar Augustin Bizimana fundnar

Augustin Bizimana.
Augustin Bizimana. AFP

Líkamsleifar Augustin Bizimana hafa fundist í ómerktri gröf í Lýðveldinu Kongó. Bizimana var varnarmálaráðherra Rúanda árið 1994 þegar um 800.000 borgarar voru myrtir í þjóðarmorðum á 100 dögum. 

DNA-próf staðfesti að um lík Bizimana væri að ræða og að hann hafi verið látinn í 20 ár. 

Bizimana tilheyrði þjóðarhópi húta og var hluti af hópi öfgamanna sem leiddi árásir gegn minnihlutahópi tútsa og pólitískum andstæðingum sínum. 

Bizimana var ákærður af dómstóli Sameinuðu þjóðanna árið 1998 fyrir þjóðarmorð, morð, nauðgun og pyntingar. Hann náðist aldrei og var því aldrei leiddur fyrir dóm. Hann var talinn gegna lykilhlutverki í skipulagningu þjóðarmorðanna.

mbl.is