Mistókst að vernda stúlku sem foreldrar drápu

Saksóknarinn Joelle Rieutort, public prosecutor (til vinstri) ásamt Pascal Julien, …
Saksóknarinn Joelle Rieutort, public prosecutor (til vinstri) ásamt Pascal Julien, yfirmanns löggæslusveitarinnar Sarthe. Rieutort heldur á mynd af Marinu Sabatier. AFP

Mannréttindadómstóll Evrópu segir frönsk yfirvöld hafa mistekist að vernda átta ára stúlku sem lést eftir að hafa ítrekað orðið fyrir ofbeldi af hálfu foreldra sinna þrátt fyrir að kennarar sögðu yfirvöldum margoft frá ofbeldi í hennar garð.

Stúlkan, sem hét Marina Sabatier, lést árið 2009 eftir röð árása og þurfti hún eitt sinn að liggja á sjúkrahúsi í heilan mánuð eftir eina slíka.

Að sögn dómstólsins í Strassborg lét skólastjóri skólans yfirvöld vita af ofbeldinu í júní 2008 og hefðu þau átt að rannsaka málið, komast að því hver framdi verknaðinn og vernda barnið gegn frekara ofbeldi.

Þess í stað mistókst þeim að taka réttu skrefin til að vernda stúlkuna, sem féll að sögn dómstólsins í flokkinn „viðkvæmar persónur“ sem eiga rétt á ríkisvernd.

Félagsþjónustan brást

Fram kemur í dómnum að félagsþjónustan hefði átt að vera mun betur vakandi í málinu og að hún hefði ekki brugðist við með nógu afgerandi hætti.

„Þar af leiðandi mistókst kerfinu að vernda Marinu fyrir þeirri alvarlegu misnotkun sem hún varð fyrir af hálfu foreldra sinna og leiddi á sorglegan hátt til dauða hennar.“  

Fram kemur að franska ríkið hafi brotið þriðju grein mannréttindasáttmála Evrópu sem verndar fólk gegn pyntingum og niðurlægjandi eða ómannúðlegri meðferð. Það var dæmt til að borga eina evru, táknræna, í skaðabætur til samtakanna Innocence en Danger og 15 þúsund evrur í málskostnað.

Hættu rannsókn á málinu

Kennari í skóla Marinu lét vita af grunsemdum sínum um ofbeldið eftir að stúlkan mætti ekki í tíma og eftir að hafa lesið skýrslu frá skóla sem hún gekk áður í þar sem kom fram að hún hefði mætt þangað í þó nokkur skipti blá og marin á líkama.

Rannsókn saksóknara á málinu var hætt í október 2008 án þess að mælt var með frekari aðgerðum gegn foreldrunum.

Sex mánuðum síðar var Marina flutt á sjúkrahús og þurfti að liggja inni í mánuð með frekari meiðsli og í september 2019 fannst hún látin eftir að faðir hennar hafði sagt að hún væri týnd.

Foreldrarnir voru báðir dæmdir í 30 ára fangelsi árið 2012.

mbl.is